Stafrænar lausnir morgundagsins
Mörkun, vefur og ágæti fyrir Íslandsstofu
Dúndur vefverslun og landins mesta snyrtivöruúrval
Margvísleg framúrskarandi verkefni fyrir Stafrænt Ísland
Listrænn nýr vefur fyrir listaverkið Hörpu
Halló Ísland!
Ökuvísir er byltingakennd nýjung í ökutækjatryggingum

Ráðgjöf
Ráðgjafar Júní eru faglegir og beita virkri stýringu við stefnumótun, framkvæmd og innleiðingu nýrra lausna og verkferla. Við sérhæfum okkur í að greina tækifæri, móta skilvirkni og hámarka útkomu.

Hönnun
Hönnuðir Júní eru snillingar í að hrífa notendur og hámarka jákvæða skjáupplifun. Við teljum að góð hönnun sé ávallt vel ígrunduð, sprottin af miklum hugmyndaauðgi og listrænni nálgun.

Forritun
Forritarar Júní eru tæknilega framsæknir og kappkosta að skapa verðmæti í þróun stafrænna lausna. Við leggjum metnað í að byggja upp sterkan tæknilegan grunn til framtíðar í öllum okkar verkefnum. Með nútímalegri og framúrskarandi forritun verður hrífandi hönnun að saumlausri notendaupplifun.
„Icelandair fékk Júní til aðstoðar við að móta og keyra fyrsta verkefni verkefnahraðals fyrirtækisins. Jafnframt studdi Júní við þróun aðferðafræði sem fyrirtækið beitir við stjórnun þverfaglegra verkefna. Störf og aðkoma Júní var bæði fagleg og skilvirk. Sérstaklega ber að nefna sterkt framlag Júní til skilvirkra ákvörðunartökufunda sem eru fastskorðaðir, kjarnaðir og vel undirbúnir sem og þjálfun starfsfólks í þverfaglegri teymisvinnu.”

Bogi Nils Bogason
Forstjóri Icelandair„Við höfum unnið með Júní og forverum þess fyrirtækis frá snemma árs 2018 þegar við hófum okkar stafrænu vegferð. Þau hafa komið að öllum stærri stafrænu verkefnum okkar, umbylt og endurgert vefsvæði okkar og þjónustugátt. Á þessum árum hefur þjónustugáttin vaxið í að vera stærsta þjónustuskrifstofa VÍS þar sem við höfum reglulega kynnt nýjungar og stóraukið þjónustu okkar. Um 400% aukning hefur verið á mánaðarlegum innskráningum á þessum tíma.”
