Þjónusta

Hjá Júní verður þín hugmynd að veruleika með faglegri ráðgjöf, einstakri hönnun og framúrskarandi forritun. Teymið okkar er tæknilega framsækið, listrænt og skapandi og leitast við að búa til virði í stafrænum lausnum við hvert tækifæri. Okkar drifkraftur og skipulagshæfni eykur framleiðni og tryggir árangur fyrir þig og þína lausn.

Ráðgjöf + stefnumótun

Með skýrri stefnu, faglegri ráðgjöf og virkri stýringu í stafrænni vegferð fyrirtækja og stofnana verður framkvæmd árangursrík og innleiðing í takt við sett markmið.

Hönnun

Góð hönnun er alltaf vel ígrunduð og innblásin af miklu hugmyndaauðgi. Við trúum á virði hönnunar í stafrænni þjónustu og viljum að hún sé aðgengileg og skýr en jafnframt skemmtileg og upplífgandi. 

Okkar markmið er að hrífa notendur með einstakri hönnun og frumlegri útfærslu á lausnum viðskiptavina.

Forritun

Við erum framsækin og kappkostum við að skapa verðmæti í stafrænum lausnum. Á hverjum degi lærum við eitthvað nýtt og leggjum mikla áherslu á að byggja upp sterkan tæknilegan grunn fyrir okkar viðskiptavini í takt við nýjustu tækni morgundagsins. Með vel forrituðum hugbúnaðarlausnum leiðum við samstarfsaðila okkar inn í framtíðina.

Júni hefur verið samstarfsaðili Íslandsstofu í mörgum vefverkefnum á undanförnum árum. Ástæðan er sú að Júní skilar alltaf af sér framúrskarandi vinnu umfram væntingar. Þau sinna sínum störfum af fagmennsku, með hugmyndaauðgi að vopni og jákvætt viðmót og góð þjónustulund einkenna öll samskipti við þau. Það er gott að vinna með svoleiðis fólki.  

Sveinn Birkir Björnsson

Forstöðumaður markaðssamskipta Íslandsstofu

Hvaða snilld ert þú með í huga?

Í gjöfulu samstarfi verða til magnaðir hlutir og við viljum vinna með þér