Ertu að leita að nýrri vídd í tilveruna – eða að stafrænni völundarsmíð? Þú ert á hárréttum stað. Velkomin á Sporbrautina.
Ráðgjöf + stefnumótun
Hönnun
Forritun
Guðný Helga Herbertsdóttir
Forstjóri VÍS
Í gjöfulu samstarfi verða til magnaðir hlutir og við viljum vinna með þér
Með skýrri stefnu, faglegri ráðgjöf og virkri stýringu í stafrænni vegferð fyrirtækja og stofnana verður framkvæmd árangursrík og innleiðing í takt við sett markmið.
Góð hönnun er alltaf vel ígrunduð og innblásin af miklu hugmyndaauðgi. Við trúum á virði hönnunar í stafrænni þjónustu og viljum að hún sé aðgengileg og skýr en jafnframt skemmtileg og upplífgandi.
Okkar markmið er að hrífa notendur með einstakri hönnun og frumlegri útfærslu á lausnum viðskiptavina.
Við erum framsækin og kappkostum við að skapa verðmæti í stafrænum lausnum. Á hverjum degi lærum við eitthvað nýtt og leggjum mikla áherslu á að byggja upp sterkan tæknilegan grunn fyrir okkar viðskiptavini í takt við nýjustu tækni morgundagsins. Með vel forrituðum hugbúnaðarlausnum leiðum við samstarfsaðila okkar inn í framtíðina.
Við höfum unnið með Júní frá snemma árs 2018 þegar við hófum okkar stafrænu vegferð. Þau hafa komið að öllum stærri stafrænu verkefnum okkar, umbylt og endurgert vefsvæði okkar og þjónustugátt. Á þessum árum hefur þjónustugáttin vaxið í að verða stærsta þjónustuskrifstofa VÍS þar sem við höfum reglulega kynnt nýjungar og stóraukið þjónustu okkar. Um 400% aukning hefur verið á mánaðarlegum innskráningum á þessum tíma.