Logo Nemendagrunnur

Nemendagrunnur

Heimsækja Vef

Viðskiptavinur

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS)

Okkar hlutverk

Bakendaforritun, framendaforritun, tæknileg arkitektúr , verkefnastjórn, ráðgjöf, hönnunarkerfi, hönnun

Tæknistakkur

Figma, React, Next.js, TailwindCSS, Framer motion, Prismic

Um verkefnið og markmið þess

Nemendagrunnur er nýr miðlægur gagnagrunnur á landsvísu sem tryggir að öll gögn um nemendur í grunnskólum séu örugg, aðgengileg og samræmd. Verkefnið snýst ekki aðeins um hugbúnaðargerð, heldur um að skapa stafræna kjölfestu sem tryggir að ekkert barn falli utan kerfis. Júní starfar með Miðstöð menntunar og skólaþjónustu við þróun gagnagrunnsins til að styðja íslenska menntakerfið til framtíðar.

Við höfum leitt þróun á hönnun, bakenda og framenda kerfisins, auk þess að sjá um verkefnastýringu og tæknilega ráðgjöf. Verkefnið hefur falið í sér náið samstarf við MMS, sveitarfélög, og aðra hagsmunaaðila eins og Þjóðskrá, Skólagátt, og þriðja aðila kerfi á borð við Mentor og Ískrá.

Notendaprófanir hafa verið lykilþáttur í þróuninni og við höfum unnið í þéttu samstarfi við skólastjóra og starfsfólk sveitarfélaga til að tryggja að kerfið uppfylli raunverulegar þarfir.

Skjámynd af vef Nemendagrunnur

Heildstæð yfirsýn

Kerfið býður upp á heildstæða yfirsýn fyrir skólastjóra — allt frá nemendaskráningu og bekkjastjórnun til umsóknarferla og tengingar við forsjáraðila. Allt aðgengilegt í einu viðmóti með skýrum síum og leit.

Dashboard Nemmendagrunnur

Sjálfvirk samkeyrsla við Þjóðskrá

Sjálfvirk samkeyrsla við Þjóðskrá tryggir að upplýsingar um nemendur og forsjáraðila séu alltaf uppfærðar, sem minnkar handvirka vinnu og tryggir gagnaheilleika.

Nemendagrunnur Detailed Page

Að finna „týndu börnin“ í sundurlausum kerfum

Áður en Nemendagrunnur kom til sögunnar var staðan í íslenska menntakerfinu flókin. Gögn um nemendur voru vistuð í mörgum ólíkum kerfum sem töluðu lítið sem ekkert saman. Þessi sundurleitni skapaði raunverulega hættu á að börn gætu „týnst“ í kerfinu, til dæmis við flutninga milli sveitarfélaga, við upphaf skólagöngu eða ef kennitölur vantaði.

Fyrir skólastjórnendur, sveitarfélög og ráðuneyti leiddi þetta til mikillar handavinnu, ógrynni af símtölum og Excel-skjala til að reyna að fá heildaryfirsýn, en hvert kerfi var ólíkt. Verkefnið var því tvíþætt: Að smíða tæknilega lausn sem heldur utan um gögnin, en ekki síður að leysa þá pólitísku og kerfislegu flækju sem fylgir því að samræma ólíka hagsmunaaðila.

Nemendagrunnur Bekkur

Pólitískt og tæknilegt hagsmunanet

Ein stærsta þrautin í verkefninu var að ná utan um það flókna vistkerfi sem Nemendagrunnur þarf að þjóna. Júní þurfti að tryggja að kerfið myndi uppfylla kröfur eftirfarandi aðila:

MMS og barna- og Menntamálaráðuneytið: Tölfræði og yfirsýn fyrir stefnumótun og ákvarðanatöku

Sveitarfélögin: Bera ábyrgð á skólavist og fjármögnun

Skólastjórar og deildarstjórar: Daglegt rekstrartól fyrir samþykki umsókna, innritanir í fyrsta bekk, og bekkjarumsýsla

Þriðju aðilar (LMS kerfi): Kerfi eins og Mentor og Námfús sem þurfa að hafa rétt gögn um alla þá nemendur sem þurfa að vera inni í þeirra kerfum

Foreldrar: Einföldun á umsókn um skólaskipti og innritun í gegnum island.is

Nýting staðla í hugbúnaði

Í stað þess að sérsmíða tengingar fyrir hvert og eitt kerfi sem þarf á nemendagögnum að halda, innleiddi Júní þess í stað OneRoster staðalinn frá IMS Global. Þetta er tæknileg nálgun sem Júní telur að eigi erindi í fleiri opinber kerfi. Með því að fylgja alþjóðlegum staðli með sterkan grunn um hvernig gögn um nemendur, kennara og bekki eru vistuð og flutt, náðust þrjú meginmarkmið:

Samvirkni (e. Interoperability): Nemendagrunnur getur “talað” við hvaða kerfi sem er, án þess að Júní sé endilega við stýrið. Þetta minnkar flækjustig við tengingar verulega.

Engin innilokun (e. Vendor lock-in): Kerfið er ekki byggt á sértækum, lokuðum aðferðum. Þetta auðveldar nýsköpun og tryggir að ríkið sé ekki háð einum þjónustuaðila um aldur og ævi.

Gagnagæði: Staðallinn þvingar samræmi. Hvað er “bekkur”? Hvað er “forsjáraðili”? OneRoster skilgreinir þetta, sem minnkar villuhættu í samskiptum milli kerfa.

Framtíðaröryggi: Kerfið er ekki læst inni í sértækum lausnum, heldur byggir á opnum strúktúr sem auðveldar nýjungar og viðhald til framtíðar.

Samvinna og snerpa

Hjá Júní leggjum við áherslu á gagnsæi og þétt samstarf. Í nemendagrunns verkefninu unnum við náið með teymi frá Apró og sérfræðingum MMS.

Vinnulagið einkenndist af:

Spretthlaupum (Sprints): Við unnum í tveggja vikna sprettum þar sem verkefnum var forgangsraðað í Asana út frá mikilvægi.

Stöðugri samstillingu: Daglega héldum við stutta fundi (dailies) til að fara yfir stöðuna og leystum úr flækjum jafnóðum á Slack. Hverjum spretti lauk svo með sýnikennslu (demo) fyrir hagaðila til að tryggja að við værum alltaf á réttri leið.

Nútíma tólum: Hönnun fór fram í Figma þar sem við byggðum upp öflugt hönnunarkerfi (Design System), á meðan Notion hélt utan um alla verkefnaskráningu og GitHub sá um útgáfustýringu.

Senda skilaboð til hallo@juni.is