Hönnunarsprettur Júní — þróað og prófað á fjórum dögum

Hönnunarsprettur Júní er fjögurra daga ferli sem ætlað er að taka á því helsta sem kemur upp í stafrænni vöruþróun með hönnun, frumgerð og notendaprófunum.

Sköllóttur maður með skegg í grænni peysu og snjallúri, stendur með hendurnar á mjöðmunum á hvítum bakgrunni og brosir af sjálfsöryggi.

GUÐMUNDUR SIGURÐSSON

Starfsmenn hjá Júní framkvæma notendaprófanir á skrifstofunni, vinna saman og fylgjast með þátttakendum.

Hvers vegna að taka hönnunarsprett?

Mörg fyrirtæki hafa reynslu af því að verja mánuðum eða jafnvel árum í að þróa og framleiða vöru sem, þegar upp er staðið, skilar ekki þeim árangri sem vonir stóðu til. Svo koma megi í veg fyrir þetta skiptir máli að láta reyna á hugmyndina sem fyrst til að sjá hvort hún uppfylli viðskiptamarkmið fyrirtækisins og mæti þörfum notenda.

Með hönnunarspretti getum við komist að því á aðeins fjórum dögum hvort hugmyndin sé líkleg til að ná settum markmiðum og fengið viðbrögð frá notendum fljótt og örugglega.

Hönnunarsprettur Júní leggur áherslu á stafrænar vörur; vefi og snjallforrit svo dæmi sé tekið, og byggir á hugmyndafræði sem notuð hefur verið með góðum árangri um allan heim til að hámarka gæði og lágmarka áhættu við að þróa vöru og koma henni á markað.

Dagur eitt: Að sjá stóru myndina

Á fyrsta degi skilgreinum við hverjar áskoranirnar eru með aðferð sem hjálpar okkur að koma auga á tækifærin sem leynast í þeim. Einnig setjum við okkur markmið og gerum fyrsta uppkast að notendaflæðinu. Til að komast að niðurstöðu fer fram kosning þar sem allir í teyminu taka þátt.

Verkefni dagsins:

– Fyrstu drög að notendaflæði

– Skrifa, krassa, skissa og teikna

Dagur tvö: Ákvörðun tekin

Nú fá allir í teyminu tækifæri til að fara yfir skissurnar frá því deginum áður og kjósa svo um hvaða hugmynd á að halda áfram með í frumgerð.

Við teiknum upp nákvæmt notendaflæði sem sýnir skref fyrir skref hvernig notandinn fer í gegnum vöruna/þjónustuna.

Verkefni dagsins:

– Kosning á lausnum

– Uppsetning á notendaflæði og kosning

– Söguborð sett upp

Dagur þrjú: Frumgerð á lausn

Á degi þrjú er farið í að vinna frumgerðina. Viðbúið er að mesta vinnan við útfærsluna lendi á einum eða tveimur úr teyminu, en hinir geta aðstoðað eftir þörfum. Ekki er nauðsynlegt að allir í teyminu séu til staðar.

Verkefni dagsins:

– Uppsetning á frumgerð

– Textavinna, myndvinnsla og fleira tilfallandi

Dagur fjögur: Notendaprófanir

Á degi þrjú er farið í að vinna frumgerðina. Viðbúið er að mesta vinnan við útfærsluna lendi á einum eða tveimur úr teyminu, en hinir geta aðstoðað eftir þörfum. Ekki er nauðsynlegt að allir í teyminu séu til staðar.

Verkefni dagsins:

– Uppsetning á frumgerð

– Textavinna, myndvinnsla og fleira tilfallandi

Tökum sprettinn! 

Ef þú hefur áhuga á að kynnast fleiri aðferðum eða leita aðstoðar við að framkvæma rannsóknir fyrir þína vöru, ekki hika við að hafa samband við okkur í Júní.

Senda skilaboð til hallo@juni.is