Bananar

Heimsækja Vef

Viðskiptavinur

Hagar

Okkar hlutverk

Ráðgjöf, hönnun, framendaforritun

Tæknistakkur

TypeScript, React, Sanity, NextJS, Tailwind, Figma

Um verkefnið og markmið þess

Bananar gegna lykilhlutverki í daglegum rekstri fjölda fyrirtækja á Íslandi. Fyrirtækið þurfti stafræna innkaupalausn sem væri ekki aðeins virk netverslun, heldur traust rekstrartæki fyrir endurteknar pantanir, mikinn vörufjölda og faglega notendur.

Verkefnið varð jafnframt tækifæri til að endurhugsa hvernig framendalausnir eru byggðar innan samstæðu Haga — með nútímalegri nálgun á upplifun, afköst og viðhald.

Markmiðið var að einfalda daglegar og endurteknar pantanir fyrir faglega notendur, skapa hraða og fyrirsjáanlega upplifun í flóknu B2B e-commerce umhverfi og byggja lausn sem styður bæði núverandi rekstur og framtíðarþróun.

Nútímaleg framendaupplifun

Júní sá um ráðgjöf, hönnun og framendaforritun í nánu samstarfi við Bananar og IT-teymi Haga. Samhliða var tæknistakkur samstæðunnar endurhugsaður til að skapa samræmda, nútímalega og sveigjanlega framendaupplifun.

Sérsniðin B2B innkaupalausn

Hönnuð var sérsniðin B2B innkaupalausn með innskráningu, endurnýtanlegum pöntunarlistum og hnitmiðuðu pöntunarferli. Lausnin styður reglulegar pantanir þar sem tími, magn og nákvæmni skipta máli og dregur úr óþarfa skrefum og villuhættu.

Hönnun og notendaupplifun

Hönnunin er einföld og hagnýt, með skýru upplýsingastigveldi og fókus á virkni. Lausnin byggir á nýrri tæknistefnu Haga með áherslu á endurnýtanleika, skalanleika og gæði upplifunar og markar upphaf samræmdari framendulausna innan samstæðunnar.

Útkoman

Verkefnið er rekstrarlausn fyrir faglega notkun fremur en hefðbundin netverslun, þar sem persónulegir pöntunarlistar og hnitmiðuð upplifun styðja endurtekningu og spara tíma. Hönnun og tækni vinna markvisst saman að því að einfalda flókna innkaupaferla og leggja grunn að nýrri, samræmdri framendaupplifun fyrir Haga.

Niðurstaðan er skýrari, hraðari og stöðugri innkaupaferlar fyrir viðskiptavini Banana og lausn sem styður bæði daglegan rekstur og áframhaldandi þróun. Verkefnið undirstrikar að vönduð framendaupplifun er stefnumótandi ákvörðun og að árangursríkt B2B e-commerce krefst samræmdrar sýnar á tækni, hönnun og rekstur.

Senda skilaboð til hallo@juni.is