
Veigar
Heimsækja Vef
Viðskiptavinur
Hagar, Hagar Wine & Hagkaup
Okkar hlutverk
Bakendaforritun, Ráðgjöf og greiningarvinna, framendaforritun, verkefnastjórn, UX - hönnun, mörkun, hönnun
Tæknistakkur
Figma, React, Next.js, Typescript, Prismic, NestJS
Um verkefnið og markmið þess
Hagar Wine og Hagkaup hóuðu í okkur þegar þau þurftu að hanna og þróa nýjan vef fyrir Veigar.eu, vefverslun sem gerir viðskiptavinum Hagkaups kleift að versla sér úrval áfengis á netinu sem er svo sótt í verslun Hagkaupa í Skeifunni.
Markmið verkefnisins var að hanna og marka vef sem bæri bersýnilega með sér keim af vörumerki Hagkaups en þó með nýjum áherslum fyrir vörumerki Veiga. Þar að auki þurftum við að huga vel að notendaupplifun, bæði til þess að gera upplýsingamiðlun snurðulausa og einfalda, en einnig til að stýra væntingum viðskiptavina í réttan farveg.
Svo voru ýmsar skemmtilegar áskoranir í UX-hönnun sem okkur þótti sérstaklega gaman að glíma við - eins og að hanna verslunarferli sem krefst tvöfaldrar auðkenningar fyrir 20 ára aldurstakmark áfengiskaupa, bæði við staðfestingu kaupa og sömuleiðis við afhendingu vörunnar.


Einkennandi hönnunarfeature 1
Við gerðum nokkrar ítranir á ásýnd vefsins, en lentum á lokaniðurstöðu sem einkennist af sömu litapallettu og leturgerðum og vefur Hagkaups, en er hannaður á léttari, einfaldari og fíngerðari hátt.
Einkennandi hönnunarfeature 2
Við unnum verkefnið í þéttu samstarfi við teymi Haga og fengum að kynnast því hvernig vefverslun Hagkaups virkar á bak við tjöldin til að skilja betur hvað fólst í ferlinu sem hefst á vefnum og því sem tekur svo við í raunheimum.






Áskoranir
Svo voru ýmsar skemmtilegar áskoranir í UX-hönnun sem okkur þótti sérstaklega gaman að glíma við - eins og að hanna verslunarferli sem krefst tvöfaldrar auðkenningar fyrir 20 ára aldurstakmark áfengiskaupa, bæði við staðfestingu kaupa og sömuleiðis við afhendingu vörunnar.