Logo Borgarleikhúsins

Borgarleikhús

Heimsækja Vef

Viðskiptavinur

Borgarleikhúsið

Okkar hlutverk

Ráðgjöf og greiningarvinna, hreyfihönnun, framendaforritun, endurmörkun, hönnun, grafísk hönnun

Tæknistakkur

TypeScript, React, Sanity, NextJS, Tailwind, Figma

Um verkefnið og markmið þess

Við tókum að okkur endurhönnun og þróun nýrrar vefsíðu fyrir Borgarleikhúsið með Sanity CMS, með það að markmiði að bæta notendaupplifun, aðgengi og auka miðasölu á netinu, sem þýðir auðvitað líka færri beinar fyrirspurnir símleiðis, gegnum tölvupóst og aðrar álíka tímafrekar leiðir.

Til þess að ná þessu markmiði þurftum við að huga að ótal þáttum á við og samþættingu við miðakerfi Tix, fínstillingu fyrir hvers kyns skjástærðir, og kerfishönnun sem tryggir að efnisstjórnun sé eins einföld, auðveld og skýr fyrir teymi leikhússins og hugsast getur.

Skjámynd af vef Borgarleikhússins með auglýsingu fyrir sýninguna Fíasól gefst aldrei upp og sýningardagatali.

Góður vefur krefst réttrar uppsetningar

Falleg hönnun er ekki nóg til þess að viðhalda fallegum vef. Til þess að hönnunin fái að njóta sín þarf að setja efnið inn á réttan máta. Þegar Borgarleikhúsið tók við nýju vefumsjónarkerfi fengu þau okkur til að útbúa leiðbeiningar um hvernig best sé að setja inn efni svo vefurinn lúkki alltaf tipp-topp.

Nútímalegur tæknistakkur fyrir framtíðina

Vefurinn var útfærður á nútímalegum tæknistakk til að endurspegla hönnun, tryggja hraða og mæta þörfum framtíðar hvað varðar markmið um upplifun og aðgengi – m.a. með rauntengingum við gagnagrunna og þjónustuferla Tix, LiveChat uppsetningu og krosssölukerfi fyrir miða, árskort og veitingar.

Síða Borgarleikhússins með kynningu á leikári 2024–2025 og auglýsingu fyrir sýninguna Fíasól gefst aldrei upp.
Vefur Borgarleikhússins sýnir leikárið 2024–2025 með plöktum fyrir sýningarnar Fíasól gefst aldrei upp, 9 líf, Elly og Lúna.
Síða Borgarleikhússins um sýninguna Fíasól gefst aldrei upp með mynd úr leikritinu, sýningardagatali og upplýsingum um verkið.
Síða Borgarleikhússins sem kynnir leikhúsáskriftir með mismunandi kortum og auglýsingu um lúxuskort með 40% afslætti.

Útkoman

Endurhönnunin skilaði sér í bættri notendaupplifun, auknu aðgengi í samræmi við WCAG staðla, straumlínulagaðri efnisstjórnun, hraðari og árangursríkari virkni vefsins með fínstilltri myndbandshýsingu, óaðfinnanlegri samþættingu við Tix fyrir hnökralausa miða- og krosssölu, betri gagnvirkni með rauntímaspjalli og notendastuðningi og nútímalegri tæknistakk sem tryggir sveigjanleika fyrir framtíðarþarfir.

Síða Borgarleikhússins um sýninguna Fíasól með mynd úr leikritinu og upplýsingum um miða.
Dagatal sýnir dagsetningar og tímasetningar sýningarinnar Fíasól með möguleika á að kaupa miða.
Umsögn um sýninguna Fíasól ásamt mynd af ungum leikara á sviði.
Senda skilaboð til hallo@juni.is