Stafrænar lausnirmorgun-dagsins

Stafrænar lausnir

Júní er ekki bara stafræn stofa. Júní er heill heimur. Heill Júnívers. Láttu fara vel um þig – og hóaðu í okkur ef þig vantar eitthvað - vatnsglas, kaffibolla eða kraftaverk.

Mestu máli skiptir hið mannlega

Við erum ekkert án flinka fólksins okkar sem greinir vandamál morgundagsins, hannar framtíð stafræna heimsins og forritar næstu sólarupprás. Hugaraflið ber okkur hálfa leið – og við förum restina á ástríðunni.

Við höfum unnið með Júní í mörg ár í fjölbreyttum og umfangsmiklum stafrænum verkefnum innan Haga samstæðunnar, þar á meðal hagkaup.is, olis.is og bananar.is, auk applausna. Júní hefur komið að arkitektúr tækniumhverfis, notendamiðaðri hönnun vefsvæða og app lausna auka ráðgjafar og verkefnastjórnar. Júní hefur reynst lausnamiðaður og sveigjanlegur samstarfsaðili, sem leggur áherslu á heildarmyndina og lausnir sem virka til framtíðar. Þau skilja þarfir og kröfur notenda en um leið meðvituð um flækjustig innviða þegar kemur að stafrænum lausnum í umhverfi fyrirtækja. Við getum því hiklaust mælt með þeim sem góðum og traustum samstarfsaðila.

Eiður Eiðsson

Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Högum

Hvaða snilld ert þú með í huga?

Í gjöfulu samstarfi verða til magnaðir hlutir og við viljum vinna með þér

Senda skilaboð til hallo@juni.is