VÍS appið

Heimsækja Vef

Viðskiptavinur

VÍS

Okkar hlutverk

Notendaupplifun, Hönnun

Tæknistakkur

Figma

Um verkefnið

VÍS hélt af stað í þá vegferð að búa viðskiptavinum sínum vildarkerfi - og fengu okkur í lið með sér. Upphaflega stóð til að vildarkerfið væri aðeins aðgengilegt á vefnum en eftir mikla rannsóknarvinnu og prófanir með viðskiptavinum varð niðurstaðan app þar sem viðskiptavinir fá ekki aðeins yfirsýn yfir sína stöðu í vildarkerfinu heldur geta þeir einnig tilkynnt tjón, séð yfirlit núverandi trygginga og fengið tilboð í sínar tryggingar.

Okkar verkefni var því annars vegar að þróa með viðskiptavinum okkar alveg nýja vöru (vildarkerfið) og hinsvegar að hanna app í kringum hana ásamt öllum þeim öðru atriðum sem appið átti að sjá um. Hönnuður okkar hjá Júní fylgdi VÍS því yfir allt þróunartímabilið og sá um hönnun notendaupplifunar og útlits appsins. Áhersla var lögð á að einfalda notendum viðskipti sín við tryggingafélagið og er yfirsýn trygginga í appinu þess vegna bæti hnitmiðuð og skýr, vildarkerfið hvetjandi og tilkynningar tjóna mjög einfaldar og skilvirkar.

Áskoranir

Við þróun appsins var mikil áhersla lögð á að eiga samtal við notendur og fá þeirra innsýn og álit á verkefnið. Það gerði það að verkum að lausnin í heild leysir mikið af þeim áskorunum sem viðskiptavinir VÍS stóðu frammi fyrir en má þar helst nefna að notendum þótti umbun fyrir tryggð ekki vera nægjanleg og alls ekki skýr. Við smíði vildarkerfisins var því mikilvægt að hanna kerfi þar sem viðskiptavinir VÍS upplifðu að þeir skiptu meira máli því lengur sem þeir höfðu verið í viðskiptum, gætu auðveldlega staðsett sig og vitað hvað þyrfti til að ná næstu vörðu og var fyrirgefið fyrir tjón sem yfirleitt hafa talsverðar og neikvæðar afleiðingar fyrir viðskiptavini tryggingafélaga.