Teiknuð mynd af bíl

Ökuvísir

Heimsækja Vef

Viðskiptavinur

VÍS

Okkar hlutverk

Hönnun, leikjavæðing

Tæknistakkur

Figma, Illustrator

Um verkefnið og markmið þess

Ökuvísir er byltingakennd nýjung í ökutækjatryggingum. Ökuvísir er bæði app og lítill kubbur sem fylgja bílatryggingunni þinni en með þessum búnaði eru ökuferðir skráðar og notandanum verðlaunað fyrir góðan akstur.

Verkefnið hlaut verðlaun fyrir app ársins og tæknilausn ársins árið 2021 á Íslensku vefverðlaununum.

Skjámynd af appi
Skjámynd af appi

Byltingakennd nýjung í ökutækjatryggingum

Ökuvísir mælir aksturslagið þitt og gefur þér aksturseinkunn sem byggir á:

- Hraða
- Hröðun
- Hraða í beygjum
- Hemlun
- Símanotkun undir stýri.

Í lok hvers mánaðar borgar þú eftir því hvaða aksturseinkunn þú færð. Verðið lækkar enn frekar með því að keyra undir 500 km í mánuðinum. Verðið er gagnsætt og býðst öllum sama verðið.

Ökuvísir appið nýtir sér leikjavæðingu (e. gamification) til þess að halda notendum við efnið og auka notkun appsins. Hægt er að safna stigum og verðlaunum með góðum akstri. Viðskiptavinir sem standa sig vel hækka um level og fá nýja bílafígúru (e. carvatar) til að representa sig með. Einnig er hægt að búa til hóp af vinum/vinnufélögum til að keppa við og sjá hver er besti ökumaðurinn.

Skjámynd af kortavirkni í appi
Skjámynd af appi
Skjámynd af appi
Skjámynd af appi

Hvað við lærðum af verkefninu

Í verkefninu unnum við með fjölþjóðlegu teymi, forritarar frá Deloitte í Portúgal, ráðgjafar í leikjavæðingu frá Evrópu og viðskiptateymi frá VÍS á Íslandi. Það var því mikil vinna sem fór í samskipti og passa að allt væri skýrt á milli teyma.

Þetta var líka verkefni þar sem margir hagsmunaaðilar hafa allskonar skoðanir og þurftum við sem teymi að reyna að ná að halda öllum glöðum með útfærsluna á verkefninu okkar.

Þá geta tryggingar einnig verið frekar flóknar og fór hellings tími í að koma fram skilaboðum og viðmóti á þægilegan og augljósan hátt fyrir notendur.

Einnig fór mikil vinna í að læra tækni og útfærslur af leikjavæðingu í verkefni sem að í sjálfu sér var mjög áhugavert ferli og lærðum við heilan helling á hvernig það er hægt að koma leikjavæðingu inn í ýmis verkefni.

Skjámynd af verðlaunum í appi