Júní leitar að afbragðs­góðum stafrænum hönnuði

Við erum á fullu að hanna og smíða stafrænar vörur og þjónustu fyrir mörg af framsæknustu fyrirtækjum og stofnunum landsins – við leitum nú að liðsauka

Sköllóttur maður með skegg í grænni peysu og snjallúri, stendur með hendurnar á mjöðmunum á hvítum bakgrunni og brosir af sjálfsöryggi.

GUÐMUNDUR SIGURÐSSON

Hönd fyrir teikningum

Verkefnin eru fjölbreytt, metnaðarfull og falleg – alveg eins og við viljum hafa þau. Við lifum og hrærumst í notendaupplifun og góðri hönnun. Það eru okkar trúarbrögð. Ef þú deilir þessum áhuga og langar til að taka þátt í skemmtilegri hönnunarferð – kíktu í heimsókn!

Menntunar- og hæfniskröfur 🧠

  • Háskólamenntun í grafískri hönnun eða sambærileg menntun
  • 5+ ára reynsla í stafrænni hönnun

Hönnunarstakkur ⚒️

Figma, ChatGPT, Illustrator, Lovable, Framer, Photoshop, Jitter og smá After Effects. Sköpunargáfa, heili, hendur, slack, email og slatti af kaffi.

✨ Bónus ef þú kannt motion grafík eða teiknar fallega.

Júní 🌞

Við erum skapandi hópur sem vinnur að stafrænum lausnum fyrir mörg af stærstu og áhugaverðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Júní er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem fólk hefur frelsi, traust og öll bestu tólin til að gera magnaða hluti.

Fríðindi & næs 💝

Starfsfólk Júní fær alls konar mega næs fríðindi. Meira um það síðar í ferlinu.

Sendu okkur línu á job@juni.is - CV, portfolio eða bara hlekk á eitthvað sýnir vel þína einstöku færni.

Með kveðju frá öllum hjá Júní ❤️

Frá árshátíðarkvöldi Júní í VilníusEitthvað stórmerkilegt að fara fram á tölvuskjáPartýJúní tekur við íslensku vefverðlaununum fyrir BorgarleikhúsiðÞrír samstarfsaðilar sitja við borð með fartölvur og ræða verkefni, með teikningu á töflu í bakgrunniJúní ásamt Borgarsögusafni taka við íslensku vefverðlaununum
Senda skilaboð til hallo@juni.is