Maður með heyrnatól sem heldur á síma

VÍS.is

Heimsækja Vef

Viðskiptavinur

VÍS

Okkar hlutverk

Framendaforritun, mörkun, ráðgjöf, CMS uppsetning, hönnun

Tæknistakkur

Figma, Gatsby, React, Prismic

Um verkefnið og markmið þess

VÍS, eitt af stærstu tryggingafélögum landsins er lagt af stað í metnaðarfulla stafræna vegferð. Markmiðið er að viðskiptavinir þeirra geti afgreitt sig sjálfir þegar þeim hentar, í stað þess að þurfa að mæta í útibú og fylla út pappíra á skrifstofutíma.

Skjámynd af heimasíðu VÍS

Nýr og ítarlegur vefur fyrir VÍS

Til að uppfæra þjónustuna á sem stystum tíma, vinnum við náið með starfsfólki VÍS í svokölluðum sprettum. Í hverjum spretti setjum við allan fókus á afmarkaðan hluta þjónustunnar þar sem við hönnum, forritum, prófum og gefum út lausn áður en við byrjum á næsta hluta.

Fullunnið verkefni eftir hvern sprett felur í sér endurhönnun á heimasíðu, breytingu á veftré, sjálfsafgreiðslulausn og gerum við þetta allt í takt við stafræna vörumerkjastefnu VÍS.

Skjámynd af síma
Skjámynd af heimasíðu VÍS

Við höfum unnið með Júní frá snemma árs 2018 þegar við hófum okkar stafrænu vegferð. Þau hafa komið að öllum stærri stafrænu verkefnum okkar, umbylt og endurgert vefsvæði okkar og þjónustugátt. Á þessum árum hefur þjónustugáttin vaxið í að verða stærsta þjónustuskrifstofa VÍS þar sem við höfum reglulega kynnt nýjungar og stóraukið þjónustu okkar. Um 400% aukning hefur verið á mánaðarlegum innskráningum á þessum tíma. Samstarfið hefur verið einstaklega gott og aldrei borið skugga á. Hjá fyrirtækinu starfar mjög hæft starfsfólk og höfum við notið þjónustu mjög öflugra forritara og hönnuða. Þau vinna hratt, eru mjög agile í sinni nálgun og hönnunin er virkilega falleg og aðgengileg. Ég gef þeim mín bestu meðmæli enda hafa þau átt stóran part í þeim árangri sem við höfum náð á síðustu árum.

Guðný Helga Herbertsdóttir

Forstjóri VÍS

Skjámynd af síma
Skjámynd af síma
Skjámynd af heimasíðu VÍS, löng