Um verkefnið
Heimsækja vef
Viðskiptavinur
VÍS
Okkar hlutverk
Hönnun, mörkun, ráðgjöf, framendaforritun, CMS uppsetning
Tæknistakkur
Figma, Gatsby, React, Prismic
VÍS, eitt af stærstu tryggingafélögum landsins er lagt af stað í metnaðarfulla stafræna vegferð. Markmiðið er að viðskiptavinir þeirra geti afgreitt sig sjálfir þegar þeim hentar, í stað þess að þurfa að mæta í útibú og fylla út pappíra á skrifstofutíma.
Til að uppfæra þjónustuna á sem stystum tíma, vinnum við náið með starfsfólki VÍS í svokölluðum sprettum. Í hverjum spretti setjum við allan fókus á afmarkaðan hluta þjónustunnar þar sem við hönnum, forritum, prófum og gefum út lausn áður en við byrjum á næsta hluta.
Fullunnið verkefni eftir hvern sprett felur í sér endurhönnun á heimasíðu, breytingu á veftré, sjálfsafgreiðslulausn og gerum við þetta allt í takt við stafræna vörumerkjastefnu VÍS.
Önnur fín verkefni