Orkuskipti

Heimsækja Vef

Viðskiptavinur

Samtök Iðnaðarins

Okkar hlutverk

Forritun, hönnun, ráðgjöf, mörkun

Tæknistakkur

Next.js, TailwindCSS, Framer motion, Prismic

Um verkefnið

Allt frá fyrsta fundi var ákveðið að mörkunin yrði að taka mið af alvarleika málsins en samt sem áður taka mið af markmiðum vefsins, að ná til sem flestra. Litapallettan tók mið af umræðuefninu sjálfu. Bláir og grænir tónar tengja litina við endurnýjanlega orku og framtíðina á meðan dekkri litir eru notaðir fyrir óendurnýjanlega orkugjafa. Notaður var stigull (e. gradient) til þess að varpa ljósi á orkuskiptin. Stigullinn var notaður í kaflaskiptum, gröfum og teikningum og myndaði notkun hans því sterka heildarmynd. Tónn verkefnisins átti að vera skýr. Markmiðið var að tala hreint út með afgerandi rödd. 

Mörkun á myndrænni framsetningu gagna var sérstaklega skemmtilegur vinkill á verkefnið. Öll gröf eru sett fram á staðlaðan máta. Önnur framsetning gagna á að hvetja til rannsóknar með litum og formi. Notandinn getur betur áttað sig á stærð vandans með því að skoða framsetninguna og þannig er hægt að koma skilaboðunum áleiðis.

HVað kemur hér?

Útkoman