Taktu skrefið inn í framtíðina með Júnó

Á dögunum leit ný vara dagsins ljós í Júníversinum. Hún heitir Júnó og vill endilega heyra í þér.

Eftir:

JÓN FINNBOGASON

Júnó er byltingarkennd lausn í vefþróun sem notar gervigreind til að sérsníða notendaviðmót í rauntíma og veita þannig betri, persónulegri og skemmtilegri upplifun fyrir bæði fyrirtæki og viðskiptavini. Viðmótseiningar og hönnun nýtist þannig í samtalinu ásamt texta.

Nafnið Júnó er leikur að orðum – framburðurinn minnir á Do you know?, sem endurspeglar grunnvirkni vörunnar: að veita notendum réttar upplýsingar á réttum tíma. Jákvæðni, stuð og innsæi eru alltumlykjandi í Júnó, sem gerir upplifunina bæði létta og skemmtilega!

Varan svarar notendum byggt á efnivið og gögnum frá cms kerfi vefsins ásamt ýmsum sérvöldum ítarupplýsingum sem þurfa því ekki að vera á vefnum sérstaklega. Nýtist einstaklega vel fyrir netverslanir sem tengja t.d. vörulagerinn, FAQ svæði eða handbækur við Júnó.

Endilega farið inn og leikið ykkur að vild. Taktu skrefið inn í framtíðina með Júnó – því Do you know? Nú veistu!