Sérteiknuð mynd fyrir Controlant, hnöttur og fegurð

Controlant.com

Heimsækja Vef

Viðskiptavinur

Controlant

Okkar hlutverk

Bakendaforritun, framendaforritun, mörkun, ráðgjöf, Verkefnastjórnun, CMS uppsetning, teikningar, hönnun

Tæknistakkur

Nextjs, Typescript, React, Tailwind, Contentful, Netlify, Figma.

Um verkefnið

Controlant hjálpar alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum að koma sínum lyfjum/vörum á réttan stað og í réttu ástandi. Controlant vinnur að því að umbylta lyfjasendingum fyrir stærstu lyfjafyrirtæki í heimi með nemum sem vakta lyfjasendingar og upplýsa um ef bregðast þarf við hitabreytingum þannig að mögulegt sé að bjarga lyfjum og sporna þannig gegn sóun.

Controlant lagði upp í vegferð að endurhanna stafræna ásýnd fyrirtækisins og þar komum við hjá Júní til sögunnar

Mynd af nýrri forsíðu Controlant

Ráðgjafar og verkefnastjórar Júní sáu um utanumhald verkefnisins, héldu vinnustofur og sáu til þess að hugsað væri fyrir öllum smáatriðum í þessari mikilvægu vegferð Controlant.

Hönnuðir okkar sáu um endurmörkun fyrirtækisins í samstarfi við hönnunarstjóra Controlant, ásamt því að hanna vefsíðu fyrirtækisins. Áhersla var lögð á "friendly tech" - að hönnunin væri aðgengileg, vingjarnleg og fagleg. Markmiðið var að notendur upplifðu traust til þessa ört vaxandi fyrirtækis í alþjóðlega lyfjagreiranum, en á sama tíma að efnið og umhverfið væri létt og skemmtilegt. Grafískar teikningar á vefsíðunni eru eftir einn af okkar frábæru hönnuðum, hann Hjalla.

Forritarar Júní sáu um tæknilega högun og útfærslu á vefsíðunni. Gríðarlega mikilvægt þótti að aðgengismál væru framúrskarandi þar sem vefurinn inniheldur mikið magn af upplýsingum sem nauðsynlegt er fyrir viðskiptavini Controlant að hafa greiðan og góðan aðgang að.