Harpa

Heimsækja Vef

Viðskiptavinur

Harpa ohf.

Okkar hlutverk

Hönnun, bakendaforritun, framendaforritun, Verkefnastjórnun, uppsetning á leitarvél, ráðgjöf og greiningarvinna, CMS uppsetning

Tæknistakkur

Figma, React, Typescript, Gatsby, Prismic, Contentful.

Um verkefnið og markmið þess

Hönnun vefsíðunnar byggir á sögu og sérkennum hússins eins og einkennandi sexstrendingunum (e. quasi brick) sem umlykja bygginguna. Við vildum grípa þessi einkenni og láta þau flæða um vefinn á einstakan hátt. Það endurspeglast meðal annars í formi á myndum, umbroti, litum og fleiru. Við lögðum áherslur á brútalisma í hönnun en á fágaðan hátt í takti við húsið og starfsemi þess.

Vefurinn er upplýsinga-, sölu- og þjónustuvefur þar sem ætlunin er að þjónusta viðskiptavini Hörpu eins vel og kostur er. Vefurinn er miðpunkturinn í stærra verkefni sem snýr að því að bæta og efla heildarupplifun gesta Hörpu með stafrænni tækni þar sem stefnan er að nútímavæða alla þjónustu hússins. Hlutverk vefsins er einnig að einfalda rekstur og auka skilvirkni starfsfólks Hörpu þegar kemur að innsetningu efnis og stofnun nýrra viðburða.

mun setja alt texta takk

Það var virkilega skemmtilegt að leysa þetta verkefni með Hörpu. Við lærðum hversu mikilvægt það er fyrir vefþróun, stefnumótun, framtíðarsýn og ásýnd að tala saman en það getur reynst áskorun þegar margir aðilar koma að verkefninu. Gott samtal og gagnsæi eru lykilatriði þegar kemur að þróun verkefna.