Kæru vinir, bestu þakkir fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða. Við vonum að hátíðirnar hafi verið ykkur gjöfular og friðsælar. 

Það var svo gaman að búa til stafræna snilld fyrir ykkur á liðnu ári og við bíðum spennt eftir því að taka upp þráðinn á því nýja.

Völundarsmíðar ársins 2024

2024 var afar gott ár hjá okkur í Júní, það stærsta frá upphafi! Ekki bara í júní, samt. Alla hina mánuðina líka. 

Við kláruðum ótal mörg spennandi og skemmtileg verkefni, gáfum út allskonar vefi, snjallar lausnir, skrifuðum skýrslur og gerðum verðmætar greiningar fyrir viðskiptavini okkar.

image and caption image
Auðkenni hlaut andlits- og tæknilyftingu; eftir góða þarfagreininingu leit dagsins ljós glænýr vefur
image and caption image
Þróun Friggjar, kerfi um nemendagrunn á landsvísu, meira um það í næsta annál
image and caption image
Sköpunargleðin í fyrsta sæti í nýjum vef Listasafns Reykjavíkur
image and caption image
Borgarleikhúsið tekur yfir sviðið
image and caption image
Geggjaður nýr vefur Borgarsögusafns
image and caption image
Veigar.eu í háveigum haft, vefverslun með áfengi fyrir Haga, snilld, já!
image and caption image
Stafrænt Ísland – Meðmælakerfi fyrir forseta- og alþingiskosningar, erfðafjárskýrsla fyrir fyrirframgreiddan arf, hnipp, hönnunarkerfi, ökuréttindi o.fl.fl.
image and caption image
Frekar fínn Framer vefur fyrir Festeignafélag Þórkötlu
image and caption image
Stafræn tækifæri nýrrar stofnunar; stefna og verkefnagreining fyrir Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
image and caption image
Fjölmargar greiningar og vinnustofur fyrir ráðuneyti
image and caption image
Þarfagreining og skýrsla fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
image and caption image
Væn uppfærsla á Orkuskipti.is
image and caption image
Alls konar spennandi verkefni fyrir Haga, meira um þau í næsta annál
image and caption image
Nokkrar mega næs hönnunar- og tækniuppfærslur fyrir Hagkaup, þar á meðal glæsileg ný leitarvél sem skilur íslensku
image and caption image
Visit Iceland á frönsku, nýjar og ferskar einingar og ný kortauppfærsla
image and caption image
Könnun til íslenskra kylfinga fyrir Golfsamband Íslands um stafræna miðla sambandsins
image and caption image
Iðan þarfagreining fyrir nýtt vefsvæði og vefur Iðan bransadagar
image and caption image
App Apótekarans face ID ásamt öðrum uppfærslum
image and caption image
Lyf og heilsa ný örugg greiðslugátt og fullt af nýju stöffi
image and caption image
Ofsalega fín ársskýrsla fyrir Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús á heimsmælikvarða
Ýmsar uppfærslur og nýjungar fyrir fjölmarga viðskiptavini Júní sem eru í langtímasamstarfi við okkur. VÍS, Veitur, Apótekarinn, Lyf og heilsa, Íslandsstofa, Fjármálaráðuneytið - Vegir okkar allra, Harpa, Herjólfur, Ljósleiðarinn, styrkja.is, Reykjavíkurborg, Icelandair, Unicef, Skaginn og Almenni lífeyrissjóðurinn svo eitthvað sé nefnt.

Júníversinn víkkar, breikkar og blómstrar (vex og dafnar)

Árið 2024 var mjög viðburðaríkt fyrir Júníversinn okkar – því á meðan við unnum öll þessi verkefni saman vorum við að stækka við okkur, þroskast, dafna og blómstra. Júníversinn er lítið án fólksins sem skapar hann, svo það yljar okkur um hjartarætur í hvert sinn sem nýr hugarheimur bætist við hann.

Við fengum nýjan aðstoðarframkvæmdastjóra, hann Andra Úlfarsson – og James DeBlasse gekk til liðs við okkur sem nýr tækniþróunarstjóri eða CTO. Þar að auki bættust fjórir nýir forritarar, fjórir nýir hönnuðir og tveir nýir verkefnastjórar í hópinn.

Tæknistjóri

James

Tæknistjóri

Hönnuður

Júlía

Hönnuður

Mynd af Andra Úlfarssyni

Andri

Ráðgjafi + aðstoðarframkvæmdastjóri

Verkefnastjóri

Fanney

Verkefnastjóri

Forritari

Haukur

Forritari

Hönnuður

Mel

Hönnuður

Lausna arkítekt

Einar Valur

Lausna arkítekt

Hönnuður

Tinna

Hönnuður

Photo of Atli

Atli

Verkefnastjóri

Forritari

Marín

Forritari

Hönnuður

Anton

Hönnuður

Forritari

Helgi

Forritari

Það er leikur að læra

Við bættum þó ekki bara við okkur fólki – heldur bætti fólkið okkar líka við sig þekkingu og miðlaði henni áfram. Fyrir utan það fórum við á ótal fyrirlestra, skrifuðum greinar í blöðin, heimsóttum ráðstefnur og tókum þátt í keppnum. 

Til að mynda hrepptum við íslensku vefverðlaunin fyrir vefinn okkar, juni.is, hjá Samtökum vefiðnaðarins (SVEF) árið 2023 í flokknum Fyrirtækjavefur ársins (meðalstór fyrirtæki)! Þar að auki voru verkefnin okkar tilnefnd til vefverðlauna í flokkunum fyrir Samfélagsvef ársins, App ársins, Opinberan vef ársins, Stafræna lausn ársins og Markaðsvef ársins.

Og síðast en ekki síst fengu Fanney og Eva vottanir sem Scrum-meistarar, þótt þær hafi raunar verið algjörir meistarar fyrir það. Núna er það bara skjalfest, þinglýst og lögfest.

Addý hélt snilldarerindi um Stafrænar og sjálfbærar lausnir morgundagins á fundi hjá Ský og hönnunarteymið okkar sótti Design Talks ráðstefnuna í Hörpu heim til að hlýða á frábæra fyrirlestra. 

Júlía skaust svo til Barcelona til þess að taka þátt í dómnefndarstörfum Art Directors Club Europe fyrir hönd FÍT, en hún dæmdi í flokknum Mobile & Interactive.

Júní er framúrskarandi fyrirtæki, aftur!
image and caption image
Toggi tók þátt í að laga til snúrur í fínu upphækanlegu borðunum okkar
image and caption image
Við fengum vefverðlaun, jess!
image and caption image
Við svo geggjað fín að taka á móti vefverðlaunum
image and caption image
Risa sjónvarp borið upp af miklum fagmönnum
image and caption image
Risa sjónvarp sett upp af miklum fagmönnum
image and caption image
Og það var teiknað
image and caption image
...svo úr varð mega fínt
image and caption image
Hönnunarteymið okkar tók marga góða rýnifundi yfir árið
image and caption image
Þegar Toggi mætir á fundi
image and caption image
Eitthvað skemmtilegt
image and caption image
Alvöru standup með MMS
image and caption image
Unnið fram í rauðan dauðan að uppfærslu fyrir Orkuskipti.is
image and caption image
Ein af mímörgum vísindaferðum, af hverju er þetta kallað vísindaferðir?
image and caption image
Hrikalegt hrekkjavökupartý
image and caption image
Stemning á hrekkjavöku
image and caption image
Mynd af okkur í vísó, við elskum vísó, og okkur
image and caption image
Fanney og Addý mættu báðar í grænni peysu, geðveikt!
image and caption image
Glæsilegir pöbbkviss vinningar afhentir
image and caption image
Skemmtinefndin stóð sig vel í ár!
image and caption image
Addý + Toggi voru í Mogganum
image and caption image
Hönnuðirnir okkar fóru á Design Talks í Hörpu
image and caption image
Addý (the CEO) hélt mega fyrirlestur hjá SKÝ
image and caption image
Andri kynnti Frigg fyrir fullum sal, meira um Frigg í næsta annál
image and caption image
Strákarnir spiluðu mikið FIFA, senda þá á eitthvað mót?
image and caption image
Hið árlega júní partý Júní í Júní var mega skemmtilegt
image and caption image
Sigga Kling kom í partýið, hver annar!
image and caption image
Júní run club tók þátt í Reykjavíkur maraþoninu
image and caption image
Þessi mynd mun hafa mikla þýðingu, meira í næsta annál
image and caption image
Júní í New York
image and caption image
Fengum nýja loftræstingu á skrifstofuna, þurftum eitthvað aðeins að stilla hana til
image and caption image
Toggi tók vel á móti börnum
image and caption image
Bjarki okkar hélt vel heppnað demo hjá mjög svo góðum viðskiptavini
image and caption image
Fengum karókí græjur
image and caption image
Stjórnendateymið fór til Eyja sem hluti af mannbætandi stjórnendaþjálfun
image and caption image
Einar Valur hélt fyrirlestur með kúlum, kúlurnar hans Einars
image and caption image
Héldum frábært demo fyrir Frigg, meira um það í næsta annál
image and caption image
Bættum við merch
image and caption image
Jólastuðfundurinn var sérlega hátíðlegur í ár
image and caption image
Héldum keppni í að byggja turna úr spagettí og sykurpúðum, sem hluti af jólastuðfundi
image and caption image
Sjúklega kósý jólapartý þar sem Sigurður Guðmundsson lék ómþýða tóna
image and caption image
Miklar og merkilegar umræður sköpuðust í jólapartýinu
image and caption image
Árlegt jólaball Júní var einnig haldið fyrir þau minnstu
Fengum nýja mega kaffivél! Nú höfum við þrjár
Héldum „fríkin“ geðveika árshátíð á „Nasa“

Nýja árið hefst í Júní

Takk kærlega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða, kæru vinir, og gleðilegt nýtt ár.

2024 var ótrúlega gjöfult og skemmtilegt ár hjá okkur – og það er að miklu leyti frábæru kúnnunum okkar að þakka. 

Við erum þakklát fyrir að hafa náð að anda djúpt og kjarna okkur aðeins núna um hátíðirnar. Við vonum að þið hafið sömuleiðis átt friðsæl, litrík og björt áramót.

Þið vitið svo auðvitað af okkur ef ykkur vantar einhverjar stafrænar flugeldasýningar – það má jú skjóta upp rakettum á netinu allan ársins hring. Svo skapa stafrænar rakettur heldur ekkert svifryk.

Við hlökkum til samstarfsins á nýja árinu.

Kærar nýárskveðjur,

Júní