
Auðkenni
Heimsækja Vef
Viðskiptavinur
Auðkenni
Okkar hlutverk
Bakendaforritun, appþróun, ráðgjöf og greingarvinna, verkefnastjórn, endurmörkun, hönnun, grafísk hönnun
Tæknistakkur
Sanity CMS, Figma, Next.js, Typescript, Storybook, Framer motion, Tailwind CSS
Um verkefnið
Júní sá um ráðgjöf, hönnun og forritun fyrir Auðkenni, sem er flestum þekkt sem rótgróið fyrirtæki. Eftir ítarlega þarfagreiningu og kortlagningu réðumst við í viðamikla endurmörkun fyrir Auðkenni og forrituðum fyrir þau glænýjan og glæsilegan vef.
Ráðgjafar Júní sáu um verkefnastjórnun og sáu meðal annars um að framkvæma þarfagreiningu, aðstoða við mönnun verkefnisins, taka saman og greina gögn, forgangsraða verkhlutum og undirbúa mikilvæga ákvörðunartökufundi fyrir stjórnendur.
Hönnuðir Júní tóku svo að sér alhliða endurmörkunarferli í kjölfarið, en úrvinnsla og greining ráðgjafateymisins sýndi fram á hvar væri mikilvægast að breyta áherslum í mörkun og ásýnd. Eftir að hafa valið nýjar leturgerðir, stillt upp nýrri litapallettu og hannað nýja heildræna stafræna ásýnd fyrir Auðkenni – þar á meðal einkennandi grafísk element fyrir vef og app og nýjan myndheim – var leikur einn að hanna nýja vefsíðu og byggja nýtt app.
Forritarar Júní réðust í byggingarferlið og tæknilega hönnun. Áhersla var lögð á skýra og einfalda notendaupplifun, leitarvélabestun og frammistöðu vefsins, en sömuleiðis var mikilvægt að tryggja að nýr framendi virkaði í fullkomnu samræmi við innri kerfi Auðkennis.
Allt verkið var unnið í þéttu samstarfi við Auðkenni, og samvinnan var ekki aðeins gjöful og árangursrík heldur ánægjuleg sömuleiðis, sem er alltaf virkilega stór plús í okkar bókum.


Einkennandi hönnunarfeature 1
Einfalt flæði, skýr leiðsögn og aðgengileg þjónusta sem auðveldar notendum að finna það sem þeir þurfa.
Einkennandi hönnunarfeature 2
Nútímaleg og traustvekjandi ásýnd með einföldu litavali, læsilegri leturgerð og skýrri framsetningu.








Áskoranir
Mikið magn af efni þurfti að vera sett fram á skýran og aðgengilegan hátt fyrir notendur, sem þýðir að það þarf að leggja mikið upp úr skipulagi síðunnar og miðlun upplýsinga í gegnum skipulagið.
Þar sem appið, sem er kjarni þjónustunnar, var ekki hluti af verkefninu, þurfti að búa til allt myndefni frá grunni. Þetta krafðist skapandi lausna til að miðla virkni og gildi þjónustunnar án þess að vísa beint í appið sjálft.