Þórkatla

Heimsækja Vef

Viðskiptavinur

Fasteignafélagið Þórkatla

Okkar hlutverk

Ráðgjöf og greiningarvinna, mörkun, hönnun, vefþróun

Tæknistakkur

Framer, Figma

Um verkefnið og markmið þess

Eftir skætt og ógnvekjandi tímabil jarðhræringa í Grindavík sem leiddi til rýmingar bæjarins og því næst til hraunrennslis í bænum setti þáverandi ríkisstjórn fasteignafélagið Þórkötlu á laggirnar. Hlutverk fasteignafélagsins var og er að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík, með það að markmiði að verja fjárhag og velferð Grindvíkinga á meðan óvissuástandinu stendur.

Í fyrstu voru lykilupplýsingar um Þórkötlu og starfsemi félagsins aðeins aðgengilegar á Ísland.is, en ljóst var að félagið þyrfti að hafa sinn eigin vettvang til þess að miðla upplýsingum og taka við fyrirspurnum. 

Við vorum fengin í það mikilvæga verkefni að þróa og hanna upplýsingavef fyrir Þórkötlu, vefsvæði sem gerði fasteignafélaginu kleift að halda úti viðamiklu yfirliti um svör við algengum spurningum, samantekt á tilgangi, sögu og markmiðum félagsins, svo og leiðum til þess að hafa samband við Þórkötlu sömuleiðis.

Allt var unnið í nánu samstarfi við starfsfólk Þórkötlu, en vegna þess hve áríðandi það var að koma vefnum eins hratt í loftið og auðið var þurftum við að hafa skjót handtök. Við hönnuðum merki, stafræna ásýnd og yfirbragð fyrir fasteignafélagið, þróuðum vef í snatri og komum honum í loftið

Einkennandi hönnunarfeature 1

Merki Þórkötlu er í grunninn hugsað sem hnútur, en hugmyndin er marglaga, jafnvel flókin, eins og hnúturinn sjálfur. Í fyrsta lagi er áreiðanlegur hnútur öryggisatriði – hann tjóðrar okkur við fast land, eins og við bryggju, og þjónar þá sem taug sem bindur okkur saman. Í öðru lagi er okkur kleift að leysa hnútinn og halda á nýjar slóðir þegar þess er þörf, eða með öðrum orðum er hnútur ekki hlekkur. Í þriðja lagi hefur hnúturinn hugrenningartengsl við sjómennskuna, við útgerðina, við sjávarplássin – sem Grindavík er og vissulega.

Einkennandi hönnunarfeature 2

Vefurinn var hannaður í Figma og þróaður með Framer, og notast við ýmis konar smærri hreyfihönnun og hönnunarmótíf. Vegna þess hve naumur tími gafst til verkefnisins varð hann sömuleiðis að vera eins notendavænn, léttur og skýr og unnt var.

Áskoranir

Helsta áskorun þessa verkefnis var eins og áður segir alveg klárlega tímaramminn sem við höfðum. Með þéttu samstarfi og góðri verkstjórn ásamt skýrri þarfagreiningu við upphaf verkefnisins tókst okkur að halda vel á spöðunum og skila af okkur fullbúnum vef á mettíma.