Veitur

Heimsækja Vef

Viðskiptavinur

Veitur

Okkar hlutverk

Bakendaforritun, framendaforritun, ráðgjöf og greiningarvinna, Verkefnastjórnun, hönnun

Tæknistakkur

Figma, Next.js, TailwindCSS, Framer motion, Contentstack, Elasticsearch

Um verkefnið og markmið þess

Veitur.is er upplýsinga-og þjónustuvefur fyrir viðskiptavini Veitna. Markmið nýja vefsins er að bæta upplýsingaflæði til notenda en á vefnum geta þeir á einfaldan hátt afgreitt sig sjálfir með helstu erindi, fengið upplýsingar um þjónustu og starfsemi Veitna og haldið utanum um samskipti sín við fyrirtækið. Vefurinn stuðlar að gagnsæi í þjónustu og starfsemi fyrirtækisins en Veitur gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að miðla fréttum af viðhaldsverkefnum, bilunum og framkvæmdum sem hafa áhrif á viðskiptavini.

Við lögðum upp með fjögur megin markmið:

• Einfalda vefinn fyrir notendur og draga úr fyrirspurnum inn til Veitna

• Leggja áherslu á mest sótta efnið til að auðvelda notendum að fá svör við spurningum

• Leggja áherslu á veiturnar fjórar, hitaveitu, vatnsveitu, rafmagnsveitu og fráveitu 

• Passa að viðhalda og styðja við vörumerkið

Vefur Veitna styður við ímynd fyrirtækisins sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi, er samfélagslega ábyrgt og stuðlar að notkun sjálfbærrar orku. Markmiðin samræmast grunngildum Veitna sem framsækið þekkingar-og þjónustufyrirtæki sem leggur grunn að lífsgæðum og virkni samfélagsins. Fyrirtækið veitir framúrskarandi þjónustu með áreiðanleika og öryggi að leiðarljósi. 

Notendur í fyrirrúmi

Vefur Veitna setur þarfir notenda í forgrunn með notendamiðaðri hönnun, hann býður notendavæna rafræna þjónustu sem einkennist af faglegum upplýsingum, þekkingu, ábyrgð og metnaði.

Hönnun var unnin út frá brand manual þar sem lögð var áhersla á einfalt og stílhreint útlit. Veiturnar fjórar eru settar fram með skýrum hætti þar sem hver veita á sinn lit og þannig auðveldara fyrir notandann að greina milli. Ákveðið var að vinna eingöngu með liti úr vörumerkinu en draga úr styrkleika litanna og fá þannig fram liti sem uppfylla betur aðgengisstaðla.

Í valstikunni má sjá mismunandi liti milli veitnanna en það er vísun í vörumerkið. Valmyndin var einfölduð til muna og færð niður á hverja veitu og þjónustu. Bakgrunnur vefsins er vísun í vatnið sem er stór partur af rekstri veitna en þar er vatnshreyfing sem flæðir yfir logoið á látlausan máta.

Leitin gegnir stóru hlutverki og fær veigamikin sess á lendingarsíðu vefsins. Undir leitinni má finna mest skoðuðu síður veitna.is en mikilvægt þótti að auðvelda aðgengi að þeim.