
Vegir
okkar
allra
Heimsækja Vef
Viðskiptavinur
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Okkar hlutverk
Bakendaforritun, hreyfihönnun, framendaforritun, UX - hönnun, þarfagreining, mörkun, UX - prófun, Vefhönnun
Tæknistakkur
Prismic CMS, Figma, Next.js, Storybook, Framer Motion, Tailwind CSS
Um verkefnið og markmið þess
Við unnum upplýsingavef fyrir verkefnið Vegir okkar allra, sem snýr að því að innleiða nýtt og samræmt gjaldtökukerfi fyrir vegasamgöngur á Íslandi. Sérstök verkefnastofa um tekjur af ökutækjum og umferð starfar að þessari innleiðingu fyrir hönd þriggja ráðuneyta; fjármála- og efnahagsráðuneytis, innviðaráðuneytis og forsætisráðuneytis.
Það sem þurfti að gera í megindráttum var að útfæra fræðslusíðu sem kynnir hugmyndirnar og ástæðurnar sem liggja að baki nýja gjaldtökukerfisins. Markmiðið var að notendur gætu fengið skýra mynd af því hvers vegna er verið að ráðast í þessa breytingu – sem felur í sér að upphæð sé greidd fyrir hvern ekinn kílómetra í stað þess að greiða olíu- og bensíngjöld. Upphæðin tekur þá mið af þyngd ökutækisins og því álagi sem það veldur.
Til þess að koma þessum skilaboðum áleiðis ákváðum við að hanna vefinn út frá ákveðnu ferðalagi – eða vegferð, ef svo má að orði komast – sem notendur feta eftir því sem þau skruna niður síðuna. Þetta er stundum kallað "scrollytelling" á ensku, sem mætti ef til vill kalla skrunsögu á hinu ástkæra ylhýra. Það lýsir sér þannig að bakgrunnur og ásýnd vefsins breytist og hreyfist þegar skrunað er niður, svo myndmáli og texta fleyti fram eftir því sem lengra er farið.
Verkefnið heppnaðist mætavel – útfærslan fékk ágætar viðtökur, ekki bara hjá ráðuneytunum og verkefnastofunni, heldur almennt í samfélaginu.


Einkennandi hönnunarfeature 1
Forsíðumyndin var útfærð í þrívídd til þess að skapa tilfinningu hjá notandanum fyrir því að vera á ferð, á hreyfingu, á veginum, svo að segja – sem varð í raun megineinkenni herferðarinnar í heild.


Einkennandi hönnunarfeature 2
Skrunsögunni fleytir fram eftir því sem notandinn fer lengra niður síðuna og kynnir sér málin – svo texti, myndir, línu- og stöplarit, myndbönd og fleiri myndræn einkenni birtast og hverfa hvert á fætur öðru.








Áskoranir
Stærsta áskorunin í þessu verkefni var að útfæra skilaboðin á hátt sem var ekki aðeins skýr og skilmerkilegur heldur sýndi breytinguna og öllum þeim kostum sem henni fylgja í réttu ljósi. Með nánu samstarfi við starfsfólk verkefnastofunnar, ráðuneytin og Aton.JL tókst okkur að útfæra þau á réttan hátt.