K
A small sticker with a fun message to spice up our textGífurlega frábært fyrirtæki
omdu íJúníversinn

Verið velkomin á þessa síðu. Þú hefur eflaust ratað hingað vegna þess að þú heyrðir hvað það er fáranlega næs að vinna hjá okkur - og heyrðir rétt. Leyfðu okkur að segja þér aðeins nánar frá okkur.

the staff at júní, arranged in an arch
the staff at júní, arranged in an arch
the staff at júní, arranged in an arch
the staff at júní, arranged in an arch
the staff at júní, arranged in an arch
the staff at júní, arranged in an arch
the staff at júní, arranged in an arch
A small sticker with a fun message to spice up our textGífurlega vinsæl umsókn

Reyndur bakendaforritari

Hæ bakendaforritari, langar þig að að gera heiminn fallegri og betri með vönduðum stafrænum lausnum?

Almenn umsókn 👨‍💻

Þar sem sviftingar geta verið miklar og markaðurinn síbreytilegur og dýnamískur mjög þá erum við alltaf með opið fyrir hæfileikabúnt að koma í Júníversinn - komdu í Júníversinn!

Ráðgjafi

Þar sem sviftingar geta verið miklar og markaðurinn síbreytilegur og dýnamískur mjög þá erum við alltaf með opið fyrir hæfileikabúnt að koma til liðs við teymið

Við erum Júní

Hjá Júní verða góðar hugmyndir að veruleika með faglegri ráðgjöf, einstakri hönnun og framúr-skarandi forritun. Við ráðleggjum viðskiptavinum okkar um framkvæmd á stafrænum lausnum og komum þeim í réttan farveg hverju sinni. Okkar markmið er ávallt að einfalda líf fólks með fallegum stafrænum lausnum þar sem gæði og góð upplifun eru efst á blaði - eða skjá.

A glimpse into the office life at JúníArtsy icons

Náum fram því besta í sjálfum okkur - og öðrum

Það er mikilvægt að öllum líði vel í vinnunni og geti fengið tækifæri til þess að blómstra í sínum hlutverkum. Það er því alltaf nóg í gangi af spennandi verkefnum og við keppumst í að hafa gaman af því sem við gerum. Okkur finnst mikilvægt að allir hjálpist að við dagleg störf og geti fengið uppbyggilega gagnrýni þegar þess er óskað. Það gerum við með markvissum hætti á markmiðafundum, daglegum stöðufundum og þess háttar.

A glimpse into the office life at JúníArtsy icons

Fersk fríðindi og góð stemmning

Á vinnustaðnum okkar er margt næs í boði. Þrjá daga vikunnar er heitur matur og hina tvo er stutt að labba í bæði matarbúðir og veitingastaði. Til þess að taka því rólega á milli verkefna þá erum við dugleg að grípa í fótboltaspil og hella upp á heiðarlegan kaffibolla til þess að ræða daginn og veginn. Allur tæknilegur búnaður er sá besti í bænum og það er ávallt séð til þess að við séum með réttu tólin til að leysa verkefni dagsins. Hafðu ekki áhyggjur af því.

A glimpse into the office life at JúníArtsy icons

Mætum þörfum hvors annars

Vinnustaðurinn okkar er frekar sveigjanlegur hvað tíma varðar. Vinnustaðurinn er líka oft heima, við erum líka sveigjanleg hvað staðsetningu varðar sjáðu til. Við komum til móts við ólíkar þarfir fólks og það er mikilvægt að við hlustum vel á hvort annað. Samskipti innan vinnustaðarins fara að mestu leyti fram á Slack þar sem við höldum uppi góðum móral og nördalegu gríni.

Icelandair fékk Júní til aðstoðar við að móta og keyra fyrsta verkefni verkefnahraðals fyrirtækisins. Jafnframt studdi Júní við þróun aðferðafræði sem fyrirtækið beitir við stjórnun þverfaglegra verkefna. Störf og aðkoma Júní var bæði fagleg og skilvirk. Sérstaklega ber að nefna sterkt framlag Júní til skilvirkra ákvörðunartökufunda sem eru fastskorðaðir, kjarnaðir og vel undirbúnir sem og þjálfun starfsfólks í þverfaglegri teymisvinnu.

Bogi Nils Bogason

Forstjóri Icelandair

Hinar ýmsu stefnur Júní

We are here to make Monday a happy place. The day when you get excited about returning to work and achieving great things together. Mostly that happens on instinct. But we find it helps to write some of it down. Here are eight things we have learned – think of it as the source code for Hello Monday.

tilted image