Hoppa yfir valmynd

Þjónusta

Hjá Júní verða góðar hugmyndir að veruleika með faglegri ráðgjöf, einstakri hönnun og framúrskarandi forritun. Við ráðleggjum viðskiptavinum okkar um framkvæmd á stafrænum lausnum og komum þeim í réttan farveg. Okkar markmið er að einfalda líf fólks með fallegum stafrænum lausnum þar sem gæði og góð upplifun eru efst á blaði - eða skjá.

Mótum stefnu með fólki

Ráðgjöf

Í ört vaxandi tækniheimi skiptir miklu máli fyrir stofnanir og fyrirtæki að viðhalda góðri þjónustu í takti við tíð og tíma. Við veitum viðskiptavinum okkar faglega ráðgjöf á þeirra stafrænu vegferð með markvissum hönnunarsprettum, vinnustofum og góðu samstarfi almennt. Við beitum virkri stýringu við stefnumótun, framkvæmd og innleiðingu stafrænna lausna og sérhæfum okkur í að greina tækifæri til þess að styrkja sambandið milli okkar viðskiptavina og þeirra notenda.

Árangur með forgangsröðun og verkefnavali

Aukin áhersla á hraða, góða og sjálfvirka þjónustu sem og krafa um óaðfinnanlega notendaupplifun veldur því að fyrirtæki og stofnanir geta markað sér sérstöðu í gegnum stafrænar lausnir. Til að fjárfestingin skili sér bæði til viðskiptavina og notenda aðstoðar Júní fyrirtæki við að greina tækifærin með tilliti til ávinnings og kostnaðar.

Verkefnastýring sem eykur framleiðni

Til þess að auka framleiðni og nýsköpun í þjónustuframboði verða fyrirtæki að breyta skipulagi við gerð stafrænna ferla. Júní hefur sérhæft sig í aðferðafræði sem skilar meiri framleiðni og lágmarkar sóun í verkefnavinnu. Ákvörðunartökuferli, skilvirkara skipulag og endurgjöf eru meðal þess sem hefur skilað viðskiptavinum okkar árangri.

Stafræn stefnumótun til framtíðar

Skilningur á stafrænum viðskiptum er grundvöllur árangursríkrar stefnu fyrir öll stærri fyrirtæki í dag. Teymi Júní hefur reynslu af stafrænni umbreytingu fyrirtækja í fremstu röð og nýsköpun með alþjóðlegri skírskotun. Samanlögð reynsla og framúrstefnuleg framtíðarsýn gerir okkur kleift að tryggja að stefna fyrirtækja festi sig í sessi.

„Icelandair fékk Júní til aðstoðar við að móta og keyra fyrsta verkefni verkefnahraðals fyrirtækisins. Jafnframt studdi Júní við þróun aðferðafræði sem fyrirtækið beitir við stjórnun þverfaglegra verkefna. Störf og aðkoma Júní var bæði fagleg og skilvirk. Sérstaklega ber að nefna sterkt framlag Júní til skilvirkra ákvörðunartökufunda sem eru fastskorðaðir, kjarnaðir og vel undirbúnir sem og þjálfun starfsfólks í þverfaglegri teymisvinnu.”

Bogi Nils Bogason

Forstjóri Icelandair
Úfærum fallegar lausnir

Hönnun

Góð hönnun er alltaf vel ígrunduð og innblásin af miklu hugmyndaauðgi. Við trúum á virði hönnunar í stafrænni þjónustu og viljum að hún sé aðgengileg og skýr en jafnframt skemmtileg og upplífgandi. Okkar markmið er að hrífa notendur með einstakri hönnun og frumlegri útfærslu á okkar lausnum.

Viðfangsefni okkar í stafrænni hönnun

 • Mörkun
 • Vefhönnun
 • Viðmótshönnun
 • Notendaupplifun (UX)
 • App hönnun
 • Hönnun sjálfafgreiðslulausna
 • Hönnunarkerfi
 • Hönnunarsprettir
 • Kvikun
 • Nytsemisprófanir
Hugleiðum og útfærum frábæran kóða

Forritun

Við erum framsækin og kappkostum við að skapa verðmæti í stafrænum lausnum. Við leggjum metnað í að byggja upp sterkan tæknilegan grunn til framtíðar og með vel forrituðum hugbúnaðarlausnum verður hönnun okkar að framúrskarandi notendaupplifun.

Við reynum eftir fremsta megni að aðlaga okkur að umhverfi hvers kúnna, en fáum við að ráðið þá notum við oftast þessi tól.

 • Typescript
 • NestJS
 • Next API
 • Docker
 • GraphQL
 • Github actions
 • Jest
 • Elasticsearch
 • mysql
 • mongodb
 • redis
Nokkrir af viðskiptavinum okkar