Þjónusta
Hjá Júní snýst allt um þig og þína stafrænu veröld. Þess vegna köllum við þjónustuna okkar Sporbrautina. Sporbrautin er þrennt í einu: sérsniðin ráðgjöf á heimsmælikvarða, tímalaus fegurð í hönnun og stafræn kraftaverk í forritun.
Skoðaðu þig um og mátaðu þig við tilhugsunina um að vera miðpunktur alheimsins.
Ráðgjöf á heimsmælikvarða
Með því að byrja á góðri stefnumótun og forgangsröðun verður verkefnið þitt margfalt viðráðanlegra og straumlínulagaðra – og við getum hjálpað þér með það. Ráðgjafateymið okkar er þaulreynt, þrautþjálfað og með ráð undir rifi hverju. Við erum ekki að ýkja þegar við segjumst bjóða upp á ráðgjöf á heimsmælikvarða.
Við erum sérfræðingar í stefnumótun, forgangsröðun, ákvarðanatöku, breytinga- og verkefnastýringu, ferlagreiningum, vinnustofum, UI/UX þróun, notendaprófunum, sviðsmyndagreiningum, Scrum, Kanban, Lean og Agile – svo fátt eitt sé nefnt.
Kynntu þér ráðgjafarferlið okkar betur:
Sérhannaðir alheimar
Hönnunarteymið okkar hefur verið að hanna heilu veraldirnar frá því þau muna eftir sér. Við byrjum alltaf á því að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, en beislum það svo með áreiðanlegri og gagnrýninni aðferðafræði. Við ítrum og prófum og potum og skoðum allan pakkann – sem tryggir fullkominn samhljóm milli aðgengileika og fegurðar.
Hvernig líta hlutirnir út hjá þér? Er alveg nógu bjart? Við getum skrúfað upp í stjörnubirtunni. Þarf kannski að koma aðeins meiri röð og reglu á hlutina? Það er ekkert mál að festa reiður á óreiðunni. Jörðin þarf ekki að snúast í kringum sólina. Það sem fer upp þarf ekki að koma niður. Ekki nema að þú viljir það.
Forrituð kraftaverk
Góður kóði er gulls ígildi. Okkur finnst svo gaman að forrita því við getum bókstaflega búið til heilu stafrænu heimana með rétta kóðanum – sem þýðir að við getum sérsniðið veröldina að þínum þörfum.
Við vitum hvers virði það er að vera með réttu stafrænu lausnirnar – og við vitum hvers virði það er að allt virki og gangi smurt fyrir sig. Þess vegna leggjum við áherslu á að lausnirnar okkar séu áreiðanlegar og verðmætar fyrir þig og þína skjólstæðinga. Forritunarteymi Júní kappkostar við að skapa hugbúnaðarlausnir í takt við nýjustu tækni og vísindi, og við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi.
Við höfum unnið með Júní í mörg ár í fjölbreyttum og umfangsmiklum stafrænum verkefnum innan Haga samstæðunnar, þar á meðal hagkaup.is, olis.is og bananar.is, auk applausna. Júní hefur komið að arkitektúr tækniumhverfis, notendamiðaðri hönnun vefsvæða og app lausna auka ráðgjafar og verkefnastjórnar. Júní hefur reynst lausnamiðaður og sveigjanlegur samstarfsaðili, sem leggur áherslu á heildarmyndina og lausnir sem virka til framtíðar. Þau skilja þarfir og kröfur notenda en um leið meðvituð um flækjustig innviða þegar kemur að stafrænum lausnum í umhverfi fyrirtækja. Við getum því hiklaust mælt með þeim sem góðum og traustum samstarfsaðila.
Eiður Eiðsson
Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni
Hvaða snilld ert þú með í huga?
Í gjöfulu samstarfi verða til magnaðir hlutir og við viljum vinna með þér