Map of Iceland er gagnvirkt stafrænt kort af Íslandi og er sér verkfæri hannað og þróað fyrir vefsíðuna Visit Iceland, sem er í eigu Íslandsstofu. Hugmyndin var að búa til skemmtilegt og notendavænt tól fyrir ferðalanga Íslands. Við vildum sameina “Upplifðu”, sem er vara í eigu Íslandsstofu, og nokkra fítusa sem nú þegar eru í boði á Visit Iceland, eins og “things to do” og “hleðslustöðvar kortið”. Markmiðið með þessu verkefni var því að búa til vöru sem auðveldar ferðamönnum erlendis frá, jafnt sem heimamönnum að ferðast um landið.
Ísland er sannkölluð náttúruperla með stórkostlegu landslagi, fallegum staðsetningum, skemmtilegum afþreyingum og gistimöguleikum fyrir ferðalanginn. Margir vita hins vegar ekki af þessum perlum og möguleikum sem liggja víðsvegar um landið. Þar af leiðandi á þetta tól að auglýsa það sem er í boði ásamt því að vera hjálpartæki fyrir alla þá sem ætla sér að ferðast til Íslands og/eða vilja læra meira um landið.
Kortið er einfalt í notkun, hefur fjölda eiginleika og er stútfullt af upplýsingum.
Map of Iceland býður upp á leitaraðgerð til að finna leið frá A til B eða einungis til að fletta upp stöðum, kennileitum eða heimilisföngum. Hægt er að smella á tiltekin svæði og fá nákvæmar upplýsingar um hvern og einn stað fyrir sig. Þessi eiginleiki er sérstaklega gagnlegur til að finna upplýsingar um ákveðna staði, svo sem lýsingar, myndir, umsagnir gesta og tengiliðaupplýsingar. Öll staðsetningarmerki (markers) á kortinu eru viðurkenndir þjónustuaðilar ferðamálastofu.
Einn helsti eiginleiki kortsins er gagnvirkt eðli þess. Það er að segja, kortið bíður notandanum upp á að sía út birtar viðbótarupplýsingar, svo sem gistimöguleika, ferðamannastaði, gönguleiðir, tjaldstæði, veitingastaði, bensínstöðvar og þjónustu. Þessi virkni gerir ferðamönnum kleift að skipuleggja ferðaáætlanir sínar á áhrifaríkan hátt, finna viðeigandi gistingu og/eða finna áhugaverða staði út frá óskum þeirra. Enn fremur, með því að nota þessa síur og velja leið frá A til B getur notandinn fengið upplýsingar um allt sem í boði er á þeirri vegferð í 10 km radíus frá valinni leið, valið þá staði sem hann vill stoppa á í sínu ferðalagi, bætt þeim við í ferðaáætlun og deilt þeirri ferðaáætlun með ferðafélögum. Í ferðaáætlun kemur fram leiðin, lengd og tími leiðar, viðkomustaðir og upplýsingar um þá staði, ásamt myndbandi um þá staði sem koma frá “explore Iceland” eða “Upplifðu”.