Hoppa yfir valmynd

Komdu í Júní-versinn

Verið velkomin á þessa síðu. Þú hefur eflaust ratað hingað vegna þess að þú heyrðir hvað það er fáranlega næs að vinna hjá okkur - og heyrðir rétt. Leyfðu okkur að segja þér aðeins nánar frá okkur.

Sjagganúff

Stafrænar lausnir morgundagsins

Hjá Júní verða góðar hugmyndir að veruleika með faglegri ráðgjöf, einstakri hönnun og framúrskarandi forritun. Við ráðleggjum viðskiptavinum okkar um framkvæmd á stafrænum lausnum og komum þeim í réttan farveg hverju sinni. Okkar markmið er ávallt að einfalda líf fólks með fallegum stafrænum lausnum þar sem gæði og góð upplifun eru efst á blaði - eða skjá.

Náum fram því besta í sjálfum okkur - og öðrum

Það er mikilvægt að öllum líði vel í vinnunni og geti fengið tækifæri til þess að blómstra í sínum hlutverkum. Það er því alltaf nóg í gangi af spennandi verkefnum og við keppumst í að hafa gaman af því sem við gerum. Okkur finnst mikilvægt að allir hjálpist að við dagleg störf og geti fengið uppbyggilega gagnrýni þegar þess er óskað. Það gerum við með markvissum hætti á markmiðafundum, daglegum stöðufundum og þess háttar.

Fersk fríðindi og góð stemning

Á vinnustaðnum okkar er margt næs í boði. Þrjá daga vikunnar er heitur matur og hina tvo er stutt að labba í bæði matarbúðir og veitingastaði. Til þess að taka því rólega á milli verkefna þá erum við dugleg að grípa í fótboltaspil og hella upp á heiðarlegan kaffibolla til þess að ræða daginn og veginn. Allur tæknilegur búnaður er sá besti í bænum og það er ávallt séð til þess að við séum með réttu tólin til að leysa verkefni dagsins. Hafðu ekki áhyggjur af því.

Mætum þörfum hvors annars

Vinnustaðurinn okkar er frekar sveigjanlegur hvað tíma varðar. Vinnustaðurinn er líka oft heima, við erum líka sveigjanleg hvað staðsetningu varðar sjáðu til. Við komum til móts við ólíkar þarfir fólks og það er mikilvægt að við hlustum vel á hvort annað. Samskipti innan vinnustaðarins fara að mestu leyti fram á Slack þar sem við höldum uppi góðum móral og nördalegu gríni.

Hæfileikar óskast

Laus störf (3)

Ef eitthvað af neðangreindu á við þig, þá ekki hika í sekúndu við að skoða og hafa samband

Bakendaforritari

Hæ bakendaforritari, langar þig að að gera heiminn fallegri og betri með vönduðum stafrænum lausnum?

Ef svo er smelltu hér

Framendaforritari

Við földum þrjár CSS syndir á síðunni, sendu okkur allar 3 og þú er komin í pottinn!

Meira hér

Hönnuður

Kæri hönnuður, við erum með alls konar spennandi verkefni í gangi við að þróa og hanna stafrænar vörur og þjónustu, bæði í app- og vefformi, fyrir mörg af framsæknustu fyrirtækjum og stofnunum landsins.

Sjáðu meira hér