Hoppa yfir valmynd

Hönnuður

Hæ kæri hönnuður, við erum með alls konar spennandi verkefni í gangi við að þróa stafrænar vörur og þjónustu, bæði í app- og vefformi, fyrir mörg af framsæknustu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Notendaupplifun er efsta mál á dagskrá alla daga og hönnun eru okkar trúarbrögð. Ef þú deilir þessum áhugamálum (og trúarskoðunum) með okkur viljum við endilega fá þig í heimsókn! 🥰

Guðmundur Bjarni Sigurðsson

16. Febrúar 2022
Hönnuður

Hönnunarstakkur:

Figma, figma og figma, ásamt smá Principle, Notion, Slack, Illustrator, After Effects, einstaka sinnum Photoshop, heili, hendur, email og slatti af kaffi.

Bónus ef þú kannt motion grafík, kannt að hreyfa hluti.

Júní

Júní er leiðandi í stafrænni þróun, starfar fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og býður upp á afar fjölskylduvænt starfsumhverfi þar sem við nýtum nýjustu tækni og tól til að sigrast á öllum (eða flestum) heimsins vandamálum.

Áhugasamir sendi CV og/eða cool prófíl linka og fleira um reynslu og áhugasvið á job@juni.is

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.